Peningum dælt af landsbyggð

Til að greiða há veiðigjöld yrðu fyrirtækin að hagræða enn …
Til að greiða há veiðigjöld yrðu fyrirtækin að hagræða enn frekar í rekstri. mbl.is/RAX

„Áhrif­in verða að mínu mati skelfi­leg, ef þetta fer í gegn. Það er verið að setja upp pen­inga­dælu til að dæla pen­ing­um, mest af lands­byggðinni,“ seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, um áhrif stjórn­ar­frum­varpa um fisk­veiðistjórn og veiðigjöld.

Sér­fræðihóp­ur sem at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fékk til að meta áhrif sjáv­ar­út­vegs­frum­varp­anna tel­ur að samþykkt þeirra, einkum álagn­ing veiðigjalds, myndi hafa mik­il áhrif á byggðaþróun. Hall­dóri hafði í gær ekki gef­ist kost­ur á að kynna sér álit sér­fræðing­anna en frétt­ir af skýrsl­unni komu hon­um ekki á óvart.

„Ég reiknaði sjálf­ur út áhrif veiðigjalds­ins, út frá upp­lýs­ing­um sem liggja fyr­ir um af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Vest­fjörðum 2009, og fann út að það myndu fara 1,4 millj­arðar út af Vest­fjörðum, frá fyr­ir­tækj­um sem rek­in voru með 800 millj­óna króna tapi,“ seg­ir Hall­dór í um­fjöll­un um kvótafrum­vörp­in í Morg­un­blaðinu í dag. Mót­vægisaðgerðir gætu kannski skilað 100 millj­ón­um til baka sem hann sagði hlægi­lega lítið í ljósi umræðunn­ar. „Fjár­magnið á lands­byggðinni mun minnka enn frek­ar og störf­um fækka meira en orðið er,“ seg­ir Hall­dór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: