Hvað höfum við gert ykkur?

Fundarsalurinn er þéttsetinn.
Fundarsalurinn er þéttsetinn. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Hvað höf­um við gert ykk­ur?“ spurði Krist­inn V. Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi for­ystumaður í bæj­ar­stjórn og at­vinnu­rekstri á Norðfirði, og beindi orðum sín­um til ráðherra og þing­manna stjórn­ar­meiri­hlut­ans í umræðum á íbúa­fundi um sjáv­ar­út­vegs­mál í Fjarðabyggð.

Var Krist­inn að vísa til þeirr­ar aðfar­ar sem hann taldi fel­ast í sjáv­ar­út­vegs­frum­vörp­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fjöldi íbúa mætti á fund­inn sem hald­inn var í Nesskóla í gær­kvöldi til að ræða út­vegs­frum­vörp­in og stöðu mála í sam­bandi við Norðfjarðargöng.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og Gunnþór Ingva­son út­gerðarmaður höfðu fram­sögu. Ekki voru þeir sam­mála um áhrif frum­varps­ins en báðir hvöttu til þess að fund­in yrði sann­gjörn leið.

Í um­fjöll­un um fund­inn í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að ekki hafi gef­ist mik­ill tími til umræðna um göng­in en Jón Björn Há­kon­ar­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, hvatti til þess að fram­kvæmd­ir yrðu boðnar út á þessu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina