Mál vegna skerðinga?

Löndun í Bolungarvík.
Löndun í Bolungarvík. mbl.is/Helgi

Alls hafa um 150 aðilar skilað um­sögn til at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is vegna fisk­veiðifrum­varpa rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þeirra á meðal er Lands­sam­band smá­báta­eig­enda, LS, sem seg­ir sumt í til­lög­un­um til bóta en gagn­rýn­ir annað harðlega og seg­ir mögu­leika grein­ar­inn­ar til að dafna verða stór­lega skerta verði frum­varpið óbreytt að lög­um.

Í um­sögn um framsal afla­heim­ilda er lagt til að þrjár máls­grein­ar um skerðingu og tak­mark­an­ir á þeim veiðirétti sem viðkom­andi hef­ur haft verði felld­ar út. Fram­kvæmd þess­ara til­lagna myndi leiða til óvissu og óhagræðis.

„LS mót­mæl­ir harðlega skerðingu afla­heim­ilda um 3% við framsal og tel­ur með ákvæðinu al­var­lega höggvið í þann veiðirétt sem fyr­ir­hugað er að færa yfir í nýt­ing­ar­leyfi,“ seg­ir í um­sögn­inni. „LS fyr­ir hönd fé­lags­manna sinna ger­ir full­an fyr­ir­vara um að krefjast bóta vegna skerðing­ar á veiðirétti verði ákvæðið að lög­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: