Segir ESB-umsókina vera að drepa VG

Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra.
Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra. mbl.is

Það er blind­ur maður sem ekki sér að fylgispekt­in við Sam­fylk­ing­una í ESB-mál­inu er hægt og bít­andi að drepa VG. Sam­fylk­ing­in slepp­ur bet­ur því að svo á að heita að flokk­ur­inn sé að fram­fylgja yf­ir­lýstri stefnu sinni,“ seg­ir Ragn­ar Arn­alds, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og áhrifamaður inn­an Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á vefsíðunni Vinstri­vakt­in gegn ESB í dag.

Ragn­ar seg­ir að staða VG sé verri en Sam­fylk­ing­ar­inn­ar enda starfi flokk­ur­inn bein­lín­is í mót­sögn við yf­ir­lýsta stefnu sína. Slíkt fram­ferði kunni kjós­end­ur aldrei að meta.

„For­ystu­menn flokks­ins verða að horf­ast í augu við þá staðreynd að framtíð flokks­ins er í húfi ef þeir láta áfram reka á reiðanum með afar ótrú­verðugri fram­göngu í máli sem ber­sýni­lega verður eitt helsta umræðuefni kom­andi kosn­inga,“ seg­ir Ragn­ar.

Þá bend­ir hann á að mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar sé and­víg­ur aðild að ESB og það sama gildi um kjós­end­ur VG „sem nú verður að slíta sig frá þessu steindauða máli áður en það dreg­ur flokk­inn með sér í gröf­ina.“

Pist­ill Ragn­ars Arn­alds

mbl.is

Bloggað um frétt­ina