Ítalska fyrirtækið Quarella, sem framleitt hefur kvartsborðplötuefni og flísar í meira en 40 ár, fór yfir litakort síðustu áratuga í tilefni af afmæli sínu og bar þau saman við hagtölur á hverju markaðssvæði fyrir sig. Þá kom í ljós að í uppsveiflu voru svartir, hvítir og gráir tónar meira áberandi í gegnum tíðina en í niðursveiflu voru jarðlitir og beigelitir meira keyptir,“ segir Hörður Hermannsson hjá steinsmiðjunni Fígaró náttúrusteini. Þegar hann er spurður hvort litakort og hagtölur haldist í hendur á íslenskum markaði segir hann svo vera. „Í dag er fólk meira í jarðlitum og mattari tónum en fyrir nokkrum árum.“
Aðspurður hvað sé heitast í borðplötum í dag nefnir hann Blanco Paloma-steininn sem er ljós kvartssteinn og mjög sterkur. Líflegir en hlýir litir eiga meiri hljómgrunn nú en áður en svart granít er þó sígilt.
Í erlendum húsbúnaðarblöðum og bloggi virðist marmari vera að sækja í sig veðrið. Þegar Hörður er spurður hvort marmarinn sé vinsæll á Íslandi segist hann finna fyrir verulega auknum áhuga. „Fólk er meira að sækjast eftir mýkt og hlýju í dag sem marmarinn skilar svo vel. Það hefur reyndar ekki verið hægt að nota allan marmara í eldhús því efnið þolir sýrustig misvel. Við mælum með því að allur náttúrusteinn sé varinn með AKEMI-steinvörn sem gengur inn í steininn og myndar ekki filmu á hann. Þetta einfaldar öll þrif og viðhald steinsins.“
Spurður um áferð segir hann að mött áferð sé að koma nokkuð sterk inn í staðinn fyrir háglansandi stein. „Í dag er fólk opnara fyrir hlýleika og náttúrulegri litum,“ segir Hörður.
HÉR er hægt að skoða náttúrusteininn nánar.