Viðskiptaþvinganir ekki ásættanlegar

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Rax

Á fundi með ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands, Kar­el Schw­arzen­berg í Prag í dag, fór Össur Skarp­héðins­son ræki­lega yfir mak­ríl­deil­una og sagði Íslend­inga ekki geta unað því ef Evr­ópu­sam­bandið setti viðskiptaþving­an­ir á Ísland sem brytu í bága við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sam­bands­ins.
 
Ut­an­rík­is­ráðherra skýrði fyr­ir koll­ega sín­um að sum­ar þeirra aðgerða sem væru til umræðu brytu í senn regl­ur innri markaðar­ins, Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar og regl­ur sem bæði Ísland og Evr­ópu­sam­bandið geng­ust und­ir við und­ir­rit­un EES samn­ings­ins og er að finna í s.k. bók­un níu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.
 
Ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands kvaðst hafa full­an skiln­ing á því að all­ar ákv­arðanir í þessa veru yrðu að vera í sam­ræmi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar. Það gilti um Evr­ópu­sam­bandið jafnt og Íslend­inga og aðrar þjóðir. Hann lýsti jafn­framt skiln­ingi á mik­il­vægi fisk­veiða fyr­ir Ísland og kvaðst hafa kynnst því af eig­in raun í heim­sókn til lands­ins fyrr á árum.
 
Össur ít­rekaði að Íslend­ing­ar vildu ná lausn á mál­inu sem væri í sam­ræmi við gagn­kvæm­ar þarf­ir málsaðila og hefðu viðgang mak­ríl­stofn­ins að leiðarljósi. Hann kvað Íslend­inga alltaf hafa stundað fisk­veiðar út frá sjón­ar­miðum sjálf­bærni og rakti sem dæmi upp­gang þorsk­stofns­ins sem bein­lín­is mætti rekja til vernd­araðgerða og til­lits til stöðu stofns­ins á umliðnum árum.
 
Styðja aðild­ar­um­sókn Íslend­inga

Ráðherr­arn­ir ræddu enn­frem­ur um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og kvaðst Schw­arzen­berg ut­an­rík­is­ráðherra styðja hana ein­dregið. Tékk­ar væru fylgj­andi stækk­un Evr­ópu­sam­bands­ins og í umræðum um opn­un mik­il­vægra kafla í viðræðunum, ss. um sjáv­ar­út­veg, sagði hann skýrt að hann teldi gott að kom­ast sem fyrst í umræður um aðal­atriði samn­inga.
 
Ráðherr­arn­ir ræddu enn­frem­ur stöðuna fyr­ir botni Miðjarðar­hafs, ekki síst í ljósi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í Ísra­el en ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands átti í gær fund með Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el, og þrem­ur öðrum ráðherr­um, sem einnig eru stadd­ir í Prag.

mbl.is