Verulegar breytingar gerðar á frumvarpi

At­vinnu­vega­nefnd mun af­greiða frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um veiðigjald í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins eru gerðar á því um­tals­verðar breyt­ing­ar. Þar ber hæst að lagt er til að veiðigjald verði lækkað til muna frá því sem er í frum­varp­inu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins var ákveðið að bregðast við ýms­um at­huga­semd­um, ekki síst er varða skuld­setn­ingu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Um­fangs­mesta breyt­ing­in er þó lækk­un veiðigjalds­ins. Unnið hef­ur verið að breyt­ing­un­um bæði á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar og land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Haft hef­ur verið sam­ráð við fjöl­marga sér­fræðinga, meðal annarra Daða Má Kristó­fers­son, dós­ent við Há­skóla Íslands. Hann skrifaði, ásamt Stefáni B. Gunn­laugs­syni lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, grein­ar gerð um frum­varpið þar sem kom fram að sjáv­ar­út­veg­ur gæti ekki staðið und­ir því veiðigjaldi sem frum­varpið lagði til.

At­vinnu­vega­nefnd fól þeim að reikna áhrif þess að sér­stakt veiðigjald yrði lækkað um helm­ing. Niðurstaða Daða Más og Stef­áns var að svo mild­ari út­gáfa hefði nokk­ur áhrif á getu fyr­ir­tækj­anna til að greiða upp skuld­ir.

„Okk­ar mat er að flest stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in ráði vel við þessa út­færslu,“ seg­ir í grein­ar gerðinni. Ekki ligg­ur ná­kvæm­lega fyr­ir hver upp­hæð veiði gjalds­ins verður eft­ir breyt­ing­arn­ar.

Heim­ild­ir Frétta­blaðsins herma þó að það gæti skilað allt að 14 til 15 millj­örðum í rík­is­sjóð. Enn hef­ur þó ekki verið tek­in ákvörðun um málið og unnið er að því að sam­eina sjón­ar­mið úr skýrslu sér­fræðing­anna og hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um gjald­heimtu.

mbl.is