Veiðigjöldin verða lækkuð

Talsmenn bankanna hafa haft áhyggjur af langtímaáhrifum kvótafrumvarpsins.
Talsmenn bankanna hafa haft áhyggjur af langtímaáhrifum kvótafrumvarpsins. mbl.is/RAX

„Auðvitað verður tekið til­lit til um­sagna sem hafa borist um veiðigjaldið, þ.m.t. frá sér­fræðinga­hópn­um sem nefnd­in skipaði sjálf til að fara yfir frum­vörp­in.“

Þetta seg­ir Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður VG og einn full­trúa flokks­ins í at­vinnu­vega­nefnd, í Morg­un­blaðinu í dag um end­ur­skoðun á einu meg­in­efni sjáv­ar­út­vegs­frum­varp­anna.

Hvaða töl­ur sé horft á í þessu efni sé ótíma­bært að ræða á þessu stigi. Hann staðfest­ir þó að horft sé til þess að end­ur­skoða gjaldið niður á við, þótt ekk­ert hafi verið ákveðið.

Sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is á þingið að starfa til 31. maí eða til fimmtu­dags í næstu viku. Mánu­dag­ur er ann­ar í hvíta­sunnu og frí­dag­ur á þingi og þriðju­dag­ur­inn eld­hús­dag­ur. Dag­ur­inn í dag er nefnd­ar­dag­ur og er tím­inn því naum­ur. Björn Val­ur tel­ur að óbreyttu því ekki raun­hæft að af­greiða bæði fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­vörp­in fyr­ir 31. maí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: