Ekkert óeðlilegt að menn vilji ræða málin

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

„Það eru all­ar áhafn­ir í landi í dag og mér finnst í sjálfu sér ekk­ert óeðli­legt að menn vilji í ljósi stöðunn­ar fara með sínu starfs­fólki yfir hlut­ina,“ sagði Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um til­mæli LÍU um að fé­lags­menn haldi skip­um sín­um í höfn eft­ir helg­ina.

„Það er nátt­úru­lega mjög breið andstaða við þessi frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eins og þau liggja frammi, frá öll­um aðilum sem að þessu koma. Ekki síður sjó­mönn­um og verka­lýðsmeg­in,“ sagði Jón og bætti við: „Kjaraviðræður eru í gangi og auðvitað þurfa menn að fara yfir það hvaða mög­leika þetta get­ur haft á stöðu kjara­samn­inga.

Mér finnst nú ekk­ert óeðli­legt að út­gerðin noti þetta tæki­færi og bæði fundi með sínu starfs­fólki og eins að þess­ir aðilar geti fundað með sín­um verka­lýðssam­tök­um.“

mbl.is