LÍÚ haft allan aðgang að málum

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar

„Það ligg­ur al­veg fyr­ir að það hafa farið fram fjöl­marg­ir fund­ir hér í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu frá ára­mót­um eft­ir að ég kom hingað þar sem menn hafa skipst á skoðunum, rætt mál­in og upp­lýst hef­ur verið um gang vinn­unn­ar,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra vegna um­mæla Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna um að ekk­ert sam­starf hafi verið á milli út­vegs­manna og rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á sjáv­ar­út­vegslög­gjöf­inni.

Fyrr í dag var það gefið út að Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna og aðild­ar­fé­lög þess hefðu samþykkt að halda skip­um sín­um ekki til veiða eft­ir sjó­mannadag. Er það gert vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem blas­ir við ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi verði frum­vörp til laga um stjórn fisk­veiða og veiðigjöld sem nú eru til meðferðar á Alþingi að lög­um.

Einnig seg­ir í til­kynn­ingu frá LÍÚ að út­vegs­menn hafi ít­rekað leitað eft­ir sam­starfi við stjórn­völd um niður­stöðu um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða en án ár­ang­urs.

Stein­grím­ur sagði hins veg­ar að farið hafi fram fjöl­marg­ir fund­ir. „Og síðan hafa út­gerðar­menn af sjálf­sögðu haft all­an aðgang að meðferð Alþing­is á þeim frum­vörp­um sem þar eru nú til meðhöndl­un­ar. Eins og vera ber og er inn­byggt í hina þing­legu meðferð mála,“ sagði Stein­grím­ur. 

Útvegs­menn munu í næstu viku funda með starfs­fólki, sveit­ar­stjórn­um og fjöl­mörg­um aðilum sem byggja af­komu sína á sjáv­ar­út­vegi um áhrif þess ef frum­vörp­in verða að lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina