Rangt hjá Steingrími

Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. mbl.is

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna seg­ir rangt hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að út­vegs­menn hafi haft aðgang að mál­um við frum­varps­smíði á þeim frum­vörp­um sem nú liggja til meðferðar hjá Alþingi, frá rík­is­stjórn­inni, um breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni.

„Það var eng­in aðkoma af okk­ar hálfu. Enda sáum við eng­an texta áður en þetta var birt,“ seg­ir Friðrik og að ef það sé vilji hjá ráðherra um aðkomu LÍU að mál­um hljóti að vera lítið mál að setj­ast niður og ræða mál­in. Hann vísaði í um­sagn­ir LÍÚ um frum­vörp­in þar sem fram hafi komið gagn­rýni á vinnu­brögðin við gerð þeirra.

Í um­sögn LÍÚ frá 29. mars síðastliðinn seg­ir: „Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna átel­ur harðlega vinnu­brögð við gerð frum­varp­anna þar sem ekk­ert sam­ráð var haft við at­vinnu­grein­ina. Verði frum­vörp­in að lög­um munu þau hafa grafal­var­leg áhrif á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og ís­lenskt sam­fé­lag.“

Neðar í sömu um­sögn seg­ir svo einnig: „Stjórn Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna skor­ar á rík­is­stjórn­ina að draga frum­vörp­in til baka og vinna þau fag­lega með þátt­töku at­vinnu­grein­ar­inn­ar.

Útvegs­menn óska eft­ir að skipaður verði starfs­hóp­ur sér­fræðinga með full­trú­um stjórn­valda og út­gerðarmanna til að meta þjóðhags­leg áhrif frum­varp­anna, áhrif þeirra á at­vinnu­grein­ina, starfs­fólk og sveit­ar­fé­lög­in.“

Í frétta­til­kynn­ingu frá LÍÚ í dag sagði að út­vegs­menn hafi ít­rekað leitað eft­ir sam­starfi við stjórn­völd um niður­stöðu um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða, en alltaf án ár­ang­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina