Enginn fundur verið boðaður

Friðrik Arngrímsson
Friðrik Arngrímsson mbl.is

„Nei, það hef­ur ekk­ert gerst ennþá,“ sagði Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, aðspurður um hvort rík­is­stjórn­in hafi komið til móts við þeirra kröf­ur og boðað fund til að ræða breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni.

Aðspurður um hvort fé­lags­menn hafi al­mennt haldið bát­um sín­um frá veiðum sagði hann: „Það eru ein­hverj­ir sem þurfa að draga skötu­selsnet, en ég veit ekki til þess að það séu nein­ir að róa.“

Hann sagði að það hefðu verið haldn­ir fund­ir í þeim tólf fé­lög­um út­vegs­manna sem eiga aðild að LÍÚ og að þar hafi ákvörðun um þetta verið tek­in.

„En svo er að bæt­ast við eins og hef­ur komið fram. Það eru aðilar, sem eru ekki fé­lags­menn hjá okk­ur, sem eru í þessu krókafla­marks­kerfi sem eru líka að koma í þetta þannig að þetta er víðtæk­ara en sem snýr að fé­lags­kerfi okk­ar,“ sagði Friðrik.

Aðspurður um hvort hann eigi von á viðbrögðum frá rík­is­stjórn­inni sagði hann: „Við auðvitað von­umst til þess, það er mark­miðið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina