Víðtæk áhrif stöðvunar

Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að …
Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að landfestar verði leystar fyrr en eftir viku. mbl.is/Árni Sæberg

Hlé það sem út­gerðir inn­an Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna hafa ákveðið að gera á veiðum hef­ur víðtæk áhrif úti um allt land. Fisk­vinnsl­ur þess­ara sömu fyr­ir­tækja verða stöðvaðar og starf­semi við sjáv­ar­síðuna drepst víða í dróma.

Þó verða marg­ir smá­bát­ar á sjó og marg­ir halda til strand­veiða í dag. Fisk­markaðir starfa og vinnsla sem grund­vall­ast á afla smá­báta.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að samstaða er inn­an LÍÚ um aðgerðirn­ar, að sögn Ad­olfs Guðmunds­son­ar, for­manns sam­bands­ins. Tím­inn verður notaður til að ræða við starfs­fólk fyr­ir­tækj­anna, sveit­ar­stjórn­ir og aðra hags­munaaðila um af­leiðing­ar fisk­veiðifrum­varpa rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá ósk­ar for­ysta LÍÚ eft­ir sam­töl­um við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um málið.

Þótt Lands­sam­band smá­báta­eig­enda standi ekki að aðgerðunum hafa ein­staka út­gerðar­menn smá­báta ákveðið að gera hlé á veiðum með sama hætti og stærri út­gerðirn­ar. Sem dæmi má nefna að ekki verður róið frá Grinda­vík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: