„Erum að hugsa um okkar eigin hag“

00:00
00:00

„Það þarf að taka þessi frum­vörp til baka og það þarf að vinna þetta upp á nýtt,“ seg­ir skip­stjór­inn Sig­urður Samú­els­son, sem tók þátt í sam­stöðufundi út­vegs­manna og sjó­manna, sem fram fór á Aust­ur­velli í dag. „Við erum bara að hugsa um okk­ar eig­in hag.“

Sig­urður er bjart­sýnn á að sátt ná­ist. „Það verða all­ir að gefa eft­ir, það er bara þannig,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Ég er að koma fyr­ir sjálf­an mig og mína fé­laga.“

Jón Ax­els­son tek­ur í svipaðan streng. Hann tel­ur nauðsyn­legt að fylk­ing­arn­ar verði fengn­ar að samn­inga­borðinu með ein­hvers kon­ar sátta­semj­ara.  „Ég held að sjó­menn og út­vegs­menn hafi stuðning þjóðar­inn­ar því að þetta eru heild­ar­hags­mun­ir þjóðar­inn­ar sem hér eru að veði,“ sagði Jón í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina