Mun draga máttinn úr útveginum

Verði frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um að lög­um munu þau draga mátt­inn úr sjáv­ar­út­veg­in­um og rýra mögu­leika hans til fjár­fest­ing­ar, þró­un­ar og auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar. Þetta sagði Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, á fundi á Aust­ur­velli í dag.

Adólf sagði að fyr­ir þrem­ur árum hefðu verið boðaðar óraun­hæf­ar hug­mynd­ir um að gera afla­heim­ild­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna upp­tæk­ar með svo­kallaðri fyrn­ing­ar­leið. Síðan hefði mik­il vinna farið í að reyna að koma í veg fyr­ir óraun­hæf­ar hug­mynd­ir sem hefðu koll­varpað rekstri fyr­ir­tækj­anna.

„Verði frum­vörp­in að lög­um munu þau draga mátt­inn úr sjáv­ar­út­veg­in­um og rýra mögu­leika hans til fjár­fest­ing­ar, þró­un­ar og auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar.  Það mun koma niður á starfs­fólki, fjölda fyr­ir­tækja sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi og sveit­ar­fé­lög­um um land allt.  Síðast en ekki síst verða af­leiðing­arn­ar þær að lífs­kjör fólks­ins í land­inu skerðast,“ sagði Ad­olf.

Ad­olf hvatti til víðtæks sam­ráðs stjórn­valda, at­vinnu­grein­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna um end­ur­skoðun laga um fisk­veiðistjórn­un. Mark­miðið ætti að vera að tryggja góð rekstr­ar­skil­yrði fyr­ir­tækj­anna og auka verðmæta­sköp­un.

„Í stað þess að þiggja rík­is­styrki greiða ís­lensk­ar út­gerðir nú þegar sér­stakt gjald – veiðigjald í rík­is­sjóð.  Sú hagræðing og tækni­væðing sem átt hef­ur sér stað er for­senda þess að unnt sé að greiða gjaldið.“

Ad­olf sagði að út­gerðar­menn hefðu ár­ang­urs­laust reynt að ná eyr­um stjórn­valda. Að stöðva fiski­skipa­flot­ann í þess­ari viku væri neyðarkall okk­ar til þeirra. Hann skoraði á rík­is­stjórn­ina að draga frum­vörp­in til baka og vinna málið með vönduðum hætti í breiðri sam­stöðu.

mbl.is