Nærri sjötíu skip og 1000 sjómenn komin í höfnina

„Skip­in eru núna á milli 60 og 70 í Reykja­vík­ur­höfn. Þetta geng­ur áfalla­laust fyr­ir sig og þetta stokk­ast vel upp,“ seg­ir Hall­dór Valdemars­son hafn­sögumaður hjá hafn­sögu­vakt Reykja­vík­ur­hafna. „Við bú­umst við nokkr­um skip­um í viðbót framyf­ir há­degi, en lung­inn af skip­un­um er kom­inn í höfn.“ Þá hafa nokk­ur skip komið til Hafna­fjarðar.

Með skip­un­um sem komið hafa til hafn­ar í dag eru um þúsund sjó­menn. Mik­ill er­ill er á höfn­inni og mikið af fólki hef­ur safn­ast þar sam­an. Hall­dór seg­ir þetta mjög óvenju­legt og svona sé þetta ekki á hverj­um degi. Marg­ir eru for­vitn­ir um þetta og skip­in vekja áhuga hjá mörg­um.

Til­efnið er sam­stöðufund­ur sjáv­ar­út­vegs­ins sem hald­inn verður á Aust­ur­velli kl. 16 í dag. Fund­ur­inn er hald­inn til að hvetja Alþing­is­menn til að hlusta á sjón­ar­mið sjáv­ar­út­vegs­ins og hafa sam­vinnu við grein­ina og sér­fræðinga á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála við að leiða til lykta deil­ur um fisk­veiðistjórn­un og veiðigjöld. Bú­ist er við fjölda fólks á fund­inn.

Hægt er að fylgj­ast með beinni út­send­ingu frá Reykja­vík­ur­höfn hér.

mbl.is