Ráðuneytisstjórinn leiðir viðræðunefndina

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. mbl.is

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur falið Sig­ur­geiri Þor­geirs­syni, ráðuneyt­is­stjóra sjáv­ar­a­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins, að fara fyr­ir viðræðunefnd Ísland vegna skipt­ing­ar mak­ríl­stofns­ins. Þetta kem­ur fram á heimasíðu ráðuneyt­is­ins í dag en þar seg­ir að með því að fela Sig­ur­geiri að leiða nefnd­ina sé „mik­il­vægi máls­ins und­ir­strikað af Íslands hálfu.“

Eins og mbl.is hef­ur greint frá fór Tóm­as H. Heiðar, þjóðréttar­fræðing­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, áður fyr­ir viðræðunefnd­inni en hann var hins veg­ar lát­inn hætta í vet­ur. Fram kom í máli ut­an­rík­is­ráðherra, Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, að samn­ingi á milli ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins um aðkomu Tóm­as­ar að nefnd­inni hefði verið sagt upp þar sem þörf væri fyr­ir hann í öðrum verk­efn­um.

Eins og kunn­ugt er hef­ur ekki náðst sam­komu­lag um mak­ríl­veiðarn­ar und­an­far­in ár og því hef­ur Ísland gefið út ein­hliða mak­ríl­kvóta til ís­lenskra skipa. Við því hafa Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur brugðist ókvæða og hef­ur sam­bandið und­ir það síðasta hótað Íslend­ing­um viðskiptaþving­un­um vegna deil­unn­ar.

mbl.is