Skerðing nemur hálfum togara

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda á fundi með starfsmönnum.
Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda á fundi með starfsmönnum. mbl.is/Eggert

Viðbót­ar­skerðing á afla­heim­ild­um HB Granda sem verður ef fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varpið verður samþykkt jafn­gild­ir helm­ingn­um af ár­sveiðum tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kom fram á starfs­manna­fundi fyr­ir­tæk­is­ins um áhrif kvótafrum­varp­anna á rekst­ur þess.

Eggert B. Guðmunds­son, for­stjóri HB Granda, kynnti fyr­ir starfs­mönn­um, full­trú­um byrgja og viðskipta­vina, áhrif frum­varp­anna á rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Kom þar fram að miðað við árið 2011 myndu veiðiheim­ild­ir fyr­ir­tæk­is­ins skerðast um 2.170 þorskí­gildist­onn til viðbót­ar við þá skerðingu sem þegar er til staðar. Miðað við meðal­veiði botn­fisks­skipa árið 2010, nemi viðbót­ar­skerðing­in veiðum hálfs tog­ara. Heild­ar­skerðing­in nemi hins veg­ar veiðum heils tog­ara, um 3.600 þorskí­gildist­onn.

mbl.is