Skipin að tínast út

00:00
00:00

„Þau eru að tín­ast út. Ég reikna nú með því að öll gesta­skip­in fari núna í beinu fram­haldi en heima­skip­in, sem eru með heima­höfn í Reykja­vík, fari að tín­ast hvert af öðru fljót­lega,“ Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, í sam­tali við mbl.is. Dag­ur­inn hafi verið sögu­leg­ur því aldrei hafi jafn mörg skip verið í höfn­inni í einu.

Um 70 stærri skip voru í höfn­inni í dag. Gísli seg­ir að það sé með því mesta sem menn hafi séð í ára­tugi. „Það er nú ekki endi­lega ekki víst að við eig­um eft­ir að sjá þetta svona aft­ur. Þetta var dá­lítið sér­stak­ur dag­ur,“ seg­ir Gísli.

Gísli seg­ir að allt hafi gengið mjög fyr­ir sig vel í dag. Menn hafi verið bún­ir að und­ir­búa sig vel. „Þetta var al­veg snurðulaust. Mín­ir menn á bökk­un­um í hafn­sög­unni stóðu sig býsna vel. Auðvitað eru skip­in líka vel bú­inn og það eru fag­menn um borð sem leystu þetta af stakri snilld,“ seg­ir Gísli.

Fyrstu skip­in byrjuðu að sigla frá Reykja­vík­ur­höfn eft­ir að fundi út­gerðar- og sjó­manna, sem fram fór á Aust­ur­velli síðdeg­is, lauk.

„Þó að þetta séu fal­leg skip og skemmti­leg­ar áhafn­ir, og gam­an að hafa þau í höfn­inni, þá er mik­il­væg­ara að þau haldi út til hafs til að afla, það er nú meg­in­málið,“ seg­ir Gísli að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina