Hópur um 700 manna hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag samhliða samstöðufundi LÍÚ undir kjörorðunum Þetta er auðlindin okkar. „Um friðsöm mótmæli er að ræða og vonumst við eftir því að geta átt í uppbyggilegum samræðum við sjómenn og útgerðarmenn,“ segir í tilkynningu frá hópnum.
„Við teljum rétt að okkar raddir heyrist líka, fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki einkamál kvótaþega og það er mikið af fólki þarna úti sem hefur framsæknar hugmyndir um betra fiskveiðistjórnunarkerfi. Núverandi aflamarkskerfi er langt frá því að vera besta lausnin, nema auðvitað fyrir vasa núverandi kvótahafa.“
Kröfur hópsins í dag verða eftirfarandi:
* Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á fjrálsum markaði
* Kvótaþegar greiði aukið og réttlátt veiðigjald til samfélagsins
* Allan fisk á markað
* Aðskilnaður veiða og vinnslu
* Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann
* Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi