„Þetta er auðlindin okkar

Hóp­ur um 700 manna hef­ur boðað komu sína á Aust­ur­völl í dag sam­hliða sam­stöðufundi LÍÚ und­ir kjör­orðunum Þetta er auðlind­in okk­ar. „Um friðsöm mót­mæli er að ræða og von­umst við eft­ir því að geta átt í upp­byggi­leg­um sam­ræðum við sjó­menn og út­gerðar­menn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá hópn­um.

„Við telj­um rétt að okk­ar radd­ir heyr­ist líka, fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið er ekki einka­mál kvótaþega og það er mikið af fólki þarna úti sem hef­ur fram­sækn­ar hug­mynd­ir um betra fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi. Nú­ver­andi afla­marks­kerfi er langt frá því að vera besta lausn­in, nema auðvitað fyr­ir vasa nú­ver­andi kvóta­hafa.“

Kröf­ur hóps­ins í dag verða eft­ir­far­andi:

 * Inn­köll­un afla­heim­ilda eins og rík­i­s­tjórn­in lofaði og út­hlut­un á fjráls­um markaði

* Kvótaþegar greiði aukið og rétt­látt veiðigjald til sam­fé­lags­ins

* All­an fisk á markað

* Aðskilnaður veiða og vinnslu

* Þjóðar­at­kvæðagreiðsla um frum­vörp­in, kjós­um um kvót­ann

* Frjáls­ara og heil­brigðara strand­veiðikerfi

Síða hóps­ins á Face­book.

mbl.is