Um 1.500 manns á Austurvelli

Margir eru samankomnir á Austurvelli til að mótmæla frumvörpum um …
Margir eru samankomnir á Austurvelli til að mótmæla frumvörpum um stjórn fiskveiða. mbl.is/Ómar

Um 1.500 manns eru sam­an komn­ir á Aust­ur­velli að mati lög­reglu sem er með nokk­urn viðbúnað á staðnum. Tvær fylk­ing­ar hafa safn­ast sam­an á svæðinu, önn­ur klapp­ar fyr­ir ræðumönn­um á sam­stöðufund­in­um og hin púar og flaut­ar.

Lög­regl­an seg­ist við öllu búin en að ekk­ert hafi farið úr­skeiðis og fólk hagi sér vel og fund­ur­inn fari friðsam­lega fram þó ólík­ir hóp­ar séu þar sam­an. Blaðmaður mbl.is á staðnum seg­ir að sá hóp­ur sem kom­inn sé til að mót­mæla aðgerðum út­gerðar­inn­ar láti vel í sér heyra en stuðnings­menn klappi og fagni ræðumönn­um. Mót­mæl­end­ur berja potta og þenja flaut­ur.

Einn mót­mæl­enda kveikti í reyk­sprengju sem gaus í nokkr­ar sek­únd­ur. Að öðru leyti hef­ur fund­ur­inn farið friðsam­lega fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina