Stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga vilja að íslensk stjórnvöld segja upp samningi við NATO um loftrýmiseftirlit. Stjórnin vill ennfremur að Ísland segi sig úr NATO.
„Orrustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda æfingar sínar yfir Akureyri með djöfullegum gný. „Loftrýmiseftirliti“ er ætlað að vekja okkur öryggiskennd en vekur í staðinn óhug, ótta, skömm og reiði,“ segir í ályktun samtakanna.