Stöndum frammi fyrir breyttu ESB

mbl.is/Reuters

Ísland mun standa frammi fyr­ir breyttu Evr­ópu­sam­bandi þegar kem­ur að því að taka af­stöðu til aðild­ar að sam­band­inu. Þetta kom fram í umræðu um stöðu evr­unn­ar og áhrif evru­vand­ans á þróun Evr­ópu­sam­starfs­ins á Alþingi í dag. Nei­kvæð áhrif á Ísland séu helst í gegn­um fisk, ferðamenn og ál.

Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, kallaði eft­ir umræðunni og hóf hana. Hann sagði þá ákvörðun að taka upp sam­eig­in­lega mynt ESB-land­anna ekki ein­vörðungu hafa verið efna­hags­lega held­ur einnig póli­tíska. Með því hafi verið tek­in sú ákvörðun að dýpka sam­ein­ingu ríkj­anna.

„Síðan er það svo að sú sam­ein­ing hef­ur ekki gengið fram og það hef­ur þýtt að evr­an hef­ur átt erfiðara og erfiðara upp­drátt­ar, vegna þess að grund­völl­ur henn­ar er ekki rétt lagður,“ sagði Ill­ugi og að meiri sam­ein­ingu þurfi til að henni reiði af, ekki sé nóg að hafa sam­eig­in­lega stjórn pen­inga­mála.

Hann sagði stöðuna sem uppi er ekki flókna. Annaðhvort auki menn og dýpki sam­ein­ingu inn­an ESB eða það, eða evru­sam­starfið, liðast í sund­ur. Hættu­merk­in séu hvarvetna og megi helst sjá á Grikklandi, Írlandi og Spáni. 

Sam­bands­ríki Evr­ópu

Ill­ugi sagði ástandið í Evr­ópu hafa áhrif á Ísland. Hér hafi verið tek­in sú ákvörðun að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu árið 2009. Það sé þó ekki sama sam­band í dag og þegar Ísland sótti um. Banda­lagið sé að breyt­ast og þró­ast nær því að vera sam­bands­ríki. Því sé ekki óeðli­leg krafa að afstaða Íslands til um­sókn­ar að ESB sé end­ur­skoðuð, í ljósi þess sem gerst hef­ur og á enn eft­ir að ger­ast,.

Hann sagði þá einu lausn fyr­ir hendi að auka samruna. Eng­inn óski þess að hin sam­eig­in­lega mynt liðist í sund­ur enda yrði það til þess að koma af stað skelfi­legri at­b­urðarrás sem myndi valda mikl­um skaða.

Ill­ugi sagðist vera á þeirri skoðun að far­sæl­ast væri fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið að fara í meiri samruna. Það verði þó ef­laust gert án aðkomu íbúa land­anna og án lýðræðis­legr­ar kosn­ing­ar um það, enda sé það frek­ar til­hneig­ing íbúa að styðja þjóðríkið frem­ur en al­ríkið.

Náið fylgst með mál­inu hér á landi

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, var til andsvara í umræðunni. Hann sagði glím­una meðal ann­ars við banka­kerfi land­anna sem séu á brauðfót­um. Vissu­lega sé þetta áhyggju­efni fyr­ir Ísland enda okk­ar mik­il­væg­ustu út­flutn­ingslönd. Þetta sé vandi okk­ar burt­séð frá aðild­ar­viðræðum við ESB.

Þá sagði Stein­grím­ur að nú væri farið að bera á fjár­magns­flótta úr evr­unni og yfir til Dan­merk­ur og Sviss. Lán­veit­ing­in til Spán­ar sýni einnig hversu ná­tengd­ur vandi bank­anna sé ríkj­un­um og sam­starfi þeirra. Sök­um þessa hef­ur verið kynnt viðamik­il framtíðar­sýn um banka­banda­lag.

Stein­grím­ur sagði ná­ist fylgst með mál­inu hér á landi og viðbragðshóp­ar við störf. Hann sagði viðbúnað Íslands vera góðan, en versni staðan frek­ar verða áhrif­in nei­kvæð á Ísland. Okk­ur standi næst áhrif á fisk, ál og ferðamenn og þar muni áhrif­in fyrst koma fram.

„Ann­ars er lær­dóm­ur­inn ein­fald­ur og hægt að setja hann fram á manna­máli. Menn geta ekki eytt meira en þeir afla, óháð mynt. Ef þú ger­ir það kem­ur það í bakið á þér og skipt­ir ekki máli hvort það er í doll­ar, evru eða krón­um,“ sagði Stein­grím­ur. 

Hvað aðild­ar­viðræður Íslands að ESB varðar sagði Stein­grím­ur ónot­an­legt að það hlakki í mönn­um vegna vand­ans í Evr­ópu aðeins vegna þess að þeir eru á móti aðild að ESB. „Ísland á gríðarlega mikið und­ir því að það greiðist úr vanda Evr­ópu. Ég fæ mig ekki til að tala glaðhlakka­lega um þessi vanda­mál þó svo ég sé and­víg­ur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.“

Hann sagði ljóst að næstu mánuðir verði af­drifa­rík­ir fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og það hvernig unnið verður úr vand­ræðunum muni koma til með að hafa áhrif á mat Íslands á aðild að sam­band­inu. Ísland muni standa frammi fyr­ir nýrri og breyttri mynd af Evr­ópu­sam­band­inu á næstu miss­er­um. „Og við verðum að skoða okk­ar stöðu og sam­skipti í því ljósi.“ 

Sog­umst inn í kjöl­sogið

Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Hann gerði ræðu at­vinnu­málaráðherra Nor­egs ný­verið að um­tals­efni sínu en sá hélt er­indi um ástandið á evru­svæðinu. Sagðist ráðherr­ann upp­lifa sig á efsta þilfari Tit­anic og farið væri að leka inn í þau neðstu. „Við eig­um ekk­ert er­indi þarna inn, og eig­um á hættu að sog­ast inn í kjöl­sög Tit­anic. Við eig­um að aft­ur­kalla um­sókn­ina og vinna að okk­ar mál­um á eig­in for­send­um. Hætta þess­um blekk­ing­ar­leik að hægt sé að sækja gull í greip­ar ESB.“

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, tók einnig þátt í umræðunni og sagðist ekki telja að eðli sam­bands­ins muni breyt­ast þó svo sam­starf ríkj­anna þétt­ist og á þau verði lagðar rík­ari skyld­ur. „En það eru eng­ar áætlan­ir um að breyta eðli sam­bands­ins og það verður eng­inn grund­vall­armun­ur á því,“ sagði Mörður og að breyt­ing­arn­ar sem verði komi til með að vera Íslandi í hag.

Illugi Gunnarsson
Ill­ugi Gunn­ars­son mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is