Beita sér fyrir afturköllun

Einar Kr. Guðfinnsson í forgrunni og Steingrímur J. Sigfússon
Einar Kr. Guðfinnsson í forgrunni og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er aug­ljóst mál að við get­um ekki búið við lög­gjöf sem leiðir til mik­illa erfiðleika í sjáv­ar­út­vegi. Við mun­um beita okk­ur fyr­ir því að þessi lög­gjöf verði aft­ur­kölluð,“ sagði Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í NV-kjör­dæmi, í sam­tali við Bæj­ar­ins besta.

Ein­ar Krist­inn seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni beita sér fyr­ir því að lög­in verði end­ur­skoðuð, kom­ist flokk­ur­inn í til valda á ný.

 Ein­ar tel­ur rík­is­stjórn­ina hafa skotið sig í fót­inn við af­greiðslu frum­varps­ins á þingi. „Þessi nýju lög eru ofviða sjáv­ar­út­veg­in­um, þrátt fyr­ir að þau hafi verið lækkuð um meira en helm­ing. Þetta seg­ir okk­ur að rík­is­stjórn­in hef­ur verið úti á túni frá upp­hafi í þessu máli. Þessi lög­gjöf mun stuðla að minni fjár­fest­ingu í grein­inni. Það er í þágu al­menn­ings að sjáv­ar­út­veg­in­um gangi vel og því er al­gjör­lega nauðsyn­legt að af­nema þessa lög­gjöf,“ seg­ir Ein­ar, sem seg­ist þó hlynnt­ur veiðigjaldi, sé því stillt í hóf. „Það er skoðun mín og Sjálf­stæðis­flokks­ins að greiða eigi gjald fyr­ir nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar, og um það höfðum við for­ystu á sín­um tíma. Útgerðin verður hins­veg­ar að geta ráðið við þetta gjald, og passa verður upp á að gjald sé einnig greitt af öðrum auðlind­um þjóðar­inn­ar.“

„Þessi lög­gjöf get­ur ekki staðið til fram­búðar,“ seg­ir Ein­ar, sem tel­ur að rík­is­stjórn­in hafi viður­kennt ágalla frum­varps­ins með til­komu svo­kallaðrar veiðigjalds­nefnd­ar. „Allri fram­kvæmd­inni eft­ir næsta fisk­veiðiár er vísað inn í veiðigjalds­nefnd, þar sem ætlað er að taka all­ar for­send­ur nú­ver­andi samþykkt­ar til gagn­gerðrar end­ur­skoðunar,“ seg­ir Ein­ar. Aðspurður hvort sú end­ur­skoðun verði ekki til þess að veiðigjaldið verði hækkað á ný frem­ur en lækkað, seg­ist Ein­ar ekki trúa því. „Ég trúi ýmsu upp á þessa rík­is­stjórn en ég trúi því ekki að hún muni reyna að hækka gjaldið. Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær til þess áhrif mun­um við byrja á því að skoða hvað at­vinnu­grein­in get­ur þolað og reyn­um að miða veiðigjaldið út frá því.“ 

Frétt Bæj­ar­ins besta í heild

mbl.is