Egg sem keyrir upp kjarkinn

Benediksegg með hrárri sósu.
Benediksegg með hrárri sósu. Ljósmynd/9 leiðir til lífsorku

Þorbjörg Hafsteinsdóttir mælir með Benediktseggjum með hrárri „þykjustu hollandaise-sósu“ sem keyrir upp kjarkinn.

4 egg
100 g kasjúhnetur
2 msk eplaedik
1 dl epla- eða appelsínusafi
1 tsk gott karrí
1 tsk túrmerik
1 tsk heil hvít piparkorn
1 tsk sinnepsfræ eða 1 tsk dijonsinnep
1 tsk þurrkað estragon eða ½ msk fersk blöð
sítrónusafi
salt
repjuolía með chili
ristuð sesamolía

Fyrst þarf að hleypa eggin. Hitaðu vatn með ögn af eplaediki í potti. Þegar vatnið bullsýður brýturðu eggin og hellir varlega út í án þess að þau steypist saman. Gefðu þeim þrjár mínútur og færðu þau varlega upp með gataspaða. Láttu vatnið drjúpa
alveg af áður en þú leggur þau fallega, tvö og tvö, í djúpa diska. Settu öll hin hráefnin, nema repjuolíuna og sesamolíuna, í blandara og láttu ganga þar til komin er þykk, flauelsmjúk og rjómakennd sósa. Hún á að líkjast hollandaise-sósu. Bættu við
ögn af vatni ef hún er of þykk. Helltu sósunni yfir eggin og skreyttu með olíunum tveimur. Salt og pipar eftir smekk.

mbl.is