Setur sumar útgerðirnar í vanda

Birna Einarsdóttir bankastjóri.
Birna Einarsdóttir bankastjóri. mbl.is/Golli

„Mik­il­vægt er að sátt ríki um skatt­lagn­ingu helsta grunn­atvinnu­veg­ar Íslands. Þó að lög­in feli í sér ákveðna niður­stöðu er ljóst að nokkr­ir van­kant­ar eru á þeim,“ seg­ir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, um fyrstu viðbrögð sín við ný­samþykkt­um veiðigjöld­um.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún að með því að festa veiðigjaldið í krónu­tölu til eins árs sé  enn verið að ýta und­ir óvissu inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins í stað þess að vinna að sátt til framtíðar. „Þó svo að áætl­un á veiðigjöld­um næstu fimm árin sé sett fram er óviss­an um end­an­leg gjöld enn til staðar,“ seg­ir Birna.

„Í breyt­ing­ar­til­lög­unni er vissu­lega tekið til­lit til skuld­settra út­gerða en eft­ir sem áður er nokkuð ljóst að marg­ar þeirra munu lenda í vand­ræðum með að greiða gjaldið og hætt er við því að framþróun í grein­inni verði tak­mörkuð þar sem fyr­ir­tæk­in setji ný­fjár­fest­ing­ar á bið til að mæta auk­inni skatt­heimtu,“ seg­ir Birna Ein­ars­dótt­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: