Óttast ekki refsiheimildir

Að mati Sig­ur­geirs Þor­geirs­son­ar, skrif­stofu­stjóra sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, er ólík­legt að ESB beiti fyr­ir­huguðum refsi­heim­ild­um á Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni. Skýr ákvæði EES-samn­ings­ins komi í veg fyr­ir að hægt sé að beita heim­ild­un­um gegn Íslend­ing­um.

Evr­ópuþingið og for­sæt­is­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins náðu í gær sam­komu­lagi um að beita þær þjóðir sem stunda of­veiði á sam­eig­in­leg­um fiski­stofn­um refsiaðgerðum, meðal ann­ars í formi lönd­un­ar­banns á all­ar fiskaf­urðir. ,,Ég tel ólík­legt að ESB muni beita harðari refs­ing­um en alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar þeirra segja til um,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar ríkja við Norður-Atlants­haf halda ár­leg­an fund sinn í Reykja­vík 3.-4. júlí. Gert er ráð fyr­ir því að Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sæki fund­inn, að sögn Sig­ur­geirs. Aðild að þess­um sam­ráðsfund­um eiga Kan­ada, Græn­land, Ísland, Fær­eyj­ar, Nor­eg­ur, Rúss­land og Evr­ópu­sam­bandið.

Á dag­skrá fund­ar­ins er ann­ars veg­ar hvernig megi stöðva brott­kast fisks og hins veg­ar um­hverf­is­vott­un sjáv­ar­af­urða. Mak­ríl­deil­an er ekki á dag­skrá en lík­legt má telja að hana beri á góma þar sem ráðherr­ar Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og ESB verða sam­an komn­ir.

Lík­legt þykir að verð á mak­rílaf­urðum lækki í ár frá því í fyrra. Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, seg­ir greini­lega þyngra hljóð í kaup­end­um nú en í fyrra. Mörg skip eru byrjuð mak­ríl­veiðar og hafa einkum verið aust­ur af Hornafirði í vik­unni. Í landi skap­ast mörg störf. Fjölgað verður t.d. um 280 manns hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um og HB Granda í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina