Kosta herferð gegn veiðum Íslands

Makríll
Makríll mbl.is

Sjö út­gerðarfé­lög með starf­semi í tíu Evr­ópu­lönd­um hafa á síðustu vik­um unnið eft­ir aðgerðaáætl­un sem er ætlað að knýja Íslend­inga og Fær­ey­inga til að draga úr mak­ríl­veiði.

Lögð er sér­stök áhersla á að fá Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, í lið með fyr­ir­tækj­un­um og er tekið fram að beita skuli fjöl­miðlum til að hafa áhrif á skoðana­mót­un. Þá hef­ur mark­visst verið unnið að því að afla banda­manna gegn Íslandi og Fær­eyj­um hjá um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um og á þjóðþing­um í Evr­ópu.

Camiel Derichs, aðstoðarfram­kvæmda­stóri MSC, alþjóðlegra um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka sem veita gæðavott­un fyr­ir sjálf­bær­ar veiðar, seg­ir fyr­ir­tæk­in sjö vilja end­ur­heimta gæðavott­un fyr­ir mak­rílaf­urðir sín­ar. Veiðar Íslands og Fær­eyja séu þar hindr­un og er her­ferðinni ætlað að þrýsta á um sam­komu­lag sem ryður henni úr vegi.

Ian Gatt, formaður skoskra út­vegs­fé­laga í upp­sjáv­ar­veiði, SPFA, er full­viss um að Evr­ópu­sam­bandið grípi til fyr­ir­hugaðra refsiaðgerða gegn Fær­eyj­um og Íslandi. Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, hafi full­vissað hann um það þegar þau funduðu um málið í vor.

Gatt er þeirr­ar skoðunar að tengja beri ESB-um­sókn Íslands og mak­ríl­deil­una sam­an til að þrýsta á um eft­ir­gjöf Íslend­inga í deil­unni. Fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir muni reyn­ast „býsna gagn­legt tæki“ enda verði með þeim hægt að tak­marka aðgang Íslend­inga að evr­ópsk­um mörkuðum með sjáv­ar­af­urðir.

Rich­ard Lochhead, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál í skosku stjórn­inni, hef­ur leitað liðsinn­is norska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ans í „mak­ríl­stríðinu“ sem hann nefn­ir svo.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: