Minna af makríl heldur en síðustu ár

Makríll.
Makríll.

„Það er mun minna af mak­ríl held­ur en verið hef­ur í mörg ár,“ sagði Gísli Run­ólfs­son, skip­stjóri á Bjarna Ólafs­syni AK, þegar rætt var við hann um miðjan dag í gær. Þeir hafa síðustu daga verið að veiðum suðaust­ur af land­inu og seg­ir Gísli ró­legt yfir. „Það voraði seint í sjón­um og kannski á hann eft­ir að koma. Það er enn júní og besti tím­inn eft­ir á mak­ríl­veiðunum, miðað við síðustu ár,“ sagði Gísli.

Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son, skip­stjóri á Hug­in VE, var suður af Reykja­nesi og hafði sömu sögu að segja af afla­brögðum. „Mak­ríll­inn er dreifðari og minna af hon­um hér held­ur en í fyrra og hittifyrra,“ sagði Guðmund­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina