Einar: Bein tengsl makríldeilunnar og ESB-umsóknar

Einar K. Guðfinsson (sem er fremstur t.h. á myndinni) segir …
Einar K. Guðfinsson (sem er fremstur t.h. á myndinni) segir að nú sé engin ástæða lengur til að karpa um málið. mbl.is/Golli

„Maria Dam­anaki [sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB] er ein­fald­lega að segja að það séu bein tengsl á milli ESB-viðræðnanna og mak­ríl­deil­unn­ar. Þetta geng­ur þvert á það sem ís­lensk stjórn­völd hafa haldið fram,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um um­mæli sem Dam­anaki lét falla í dag.

Á bloggsíðu sinni spyr Ein­ar hvað hún eigi við þegar hún segi að skipt­ar skoðanir séu inn­an ráðherr­aráðsins um hvort opna skuli sjáv­ar­út­vegskafl­ann í viðræðum um aðild Íslands að ESB.

„Af um­mæl­um henn­ar á blaðamanna­fundi hér á landi í dag má glögg­lega skilja að ástæðan sé sú að ekki er búið að út­kljá mak­ríl­deil­una,“ skrif­ar Ein­ar og bæt­ir við að um­mæl­in séu mjög at­hygl­is­verð.

„Og hvað segja þau okk­ur? Maria Dam­anaki er ein­fald­lega að segja að það séu bein tengsl á milli ESB-viðræðnanna og mak­ríl­deil­unn­ar. Þetta geng­ur þvert á það sem ís­lensk stjórn­völd hafa haldið fram. Þau hafa sagt að þar séu eng­in tengsl. Nú upp­lýs­ir sú er gerst má vita, að tengsl mak­ríl­deil­unn­ar og ESB-um­sókn­ar­inn­ar séu ekki ein­asta bein, held­ur órjúf­an­leg,“ skrif­ar Ein­ar.

Þá seg­ir hann að eft­ir þetta sé eng­in ástæða til þess að karpa um málið. Æðsti yf­ir­maður sjáv­ar­út­vegs­mála inn­an ESB hafi talað. Þá seg­ir hann að „und­an­brögð ís­lenskra ráðamanna úr ESB-flokk­un­um (VG og Sam­fylk­ingu) munu ekki leng­ur duga til þess að af­vega­leiða umræðuna.“

Strand­ar á mak­ríl­deil­unni

Frá blaðamannafundi Mariu Damanaki, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB, í dag.
Frá blaðamanna­fundi Mariu Dam­anaki, fram­kvæmda­stjóra sjáv­ar­út­vegs­mála ESB, í dag. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina