Strandar á makríldeilunni

End­ur­skoðun sam­eig­in­legr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins sem verið hef­ur í gangi und­an­far­in miss­eri er ekki for­senda þess að hægt sé að hefja viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Þetta kom fram í máli Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, á blaðamanna­fundi í morg­un.

Hins veg­ar sagði hún að skipt­ar skoðanir væru í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins, þar sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherr­ar sam­bands­ins eiga sæti þegar rætt er um sjáv­ar­út­vegs­mál, um það hvort hefja eigi viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál við Íslend­inga í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Þar væri mak­ríl­deil­an í aðal­hlut­verki.

Dam­anaki lagði þunga áherslu á mik­il­vægi þess að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar. En til þess yrðu all­ir að vera reiðubún­ir að taka þátt í að ná lend­ingu í mál­inu. Hún sagðist trúa því að hægt væri að ná samn­ingi í þeim efn­um. Bolt­inn væri hins veg­ar hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um í þeim efn­um.

Þá sagðist Dam­anaki aðspurð vona að hægt væri að hefja viðræðurn­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál­in í tengsl­um við um­sókn­ina bráðlega. Enn­frem­ur lagði hún áherslu á það að í viðræðum um þau yrði Ísland að vera reiðubúið að fara að lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim mála­flokki.

Frá blaðamannafundinum í morgun.
Frá blaðamanna­fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina