Ögurstundin er í haust

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég tel að við þurf­um að ljúka samn­ingaviðræðum þannig að samn­ing­ar liggi fyr­ir áður en næsta fisk­veiðitíma­bil hefst. Það er mark­mið okk­ar. Það þýðir að við þurf­um að ná sam­komu­lagi í haust,“ seg­ir Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, um þau tíma­mörk sem sam­bandið gef­ur til að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

Dam­anaki ít­rek­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið að hún vilji fara samn­inga­leiðina en tek­ur jafn­framt fram að fyr­ir­huguðum refsi­á­kvæðum gegn ríkj­um sem stunda of­veiði verði beitt sé tal­in ástæða til.

Hvað snert­ir það sjón­ar­mið að ákvæðin brjóti í bága við EES-samn­ing­inn og ákvæði samn­inga á veg­um Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar tel­ur Dam­anaki lagarök­in með ESB.

Úrvals­hóp­ur lög­fræðinga

„Lög­menn okk­ar hafa séð um málið og þeir geta sagt þér að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur upp á að bjóða bestu laga­legu ráðgjöf­ina sem fyr­ir­finnst. Úrræðin verða í sam­ræmi við alþjóðalög. Ég er ekki lög­fræðing­ur en ég treysti lög­mönn­um okk­ar. Þeir eru afar fær­ir,“ seg­ir Dam­anaki sem tel­ur að Ísland verði sem um­sókn­ar­ríki að ESB að virða heild­ar­lög­gjöf sam­bands­ins, líkt og aðrir nýliðar sem sækja um inn­göngu. Á hún með því við að Ísland verði að fara samn­inga­leiðina við ESB í deil­unni, ella gangi landið gegn þess­ari hefð.

Dam­anaki seg­ir ekki hægt að full­yrða að það tak­ist að ljúka aðild­ar­viðræðum fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2013. Skipt­ar skoðanir séu inn­an ESB um hvenær eigi að opna sjáv­ar­út­vegskafl­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina