„Ekki semja um makrílinn“

Jón Kristjáns­son fiski­fræðing­ur seg­ir að Íslend­ing­ar eigi ekki að semja við Norðmenn og Evr­ópu­sam­bandið um mak­ríl­inn. Hann seg­ir að stofn­mæl­ing á mak­ríl sé tóm vit­leysa og ráðgjöf­in sé í sam­ræmi við það.

„Við eig­um að halda okk­ar striki og láta ekki hræða okk­ur til hlýðni,“ skrif­ar hann í pistli á bloggsíðu sinni und­ir yf­ir­skrift­inni „Ekki semja um mak­ríl­inn“.

Jón seg­ir að Norðmenn og ESB reyni enn að þvinga Íslend­inga og Fær­ey­inga til að semja um afla­hlut­deild, sem í raun þýði að þeir séu að ræna þjóðirn­ar fisk­veiðum í eig­in lög­sögu.

„Með sömu rök­um gæt­um við bannað Norðmönn­um Bret­um og Írum að veiða lax í sín­um eig­in ám því hluti laxa­stofna þeirra elst upp í ís­lenskri, fær­eyskri og græn­lenskri lög­sögu,“ skrif­ar hann.

Þá seg­ir hann hann að fisk­veiðistjóri ESB haldi því fram að nauðsyn sé á að semja því mak­ríll sé of­veidd­ur og koma verði í veg fyr­ir út­rým­ingu stofns­ins. Hann set­ur hins veg­ar spurn­inga­merki við það að fisk­ur­inn sé of­veidd­ur.

„Það er veitt meira en ICES (Alþjóða haf­rann­sókn­aráðið) legg­ur til, en er eitt­hvað að marka þeirra ráðgjöf? Farið hef­ur verið grodda­lega fram úr henni í Bar­ents­hafi, þorsk­stofn­inn stækk­ar og ICES elt­ir og hækk­ar ráðgjöf­ina, þvert ofan í það sem þeir ættu að gera ef þeirra ráðgjöf hefði verið rétt og framúr­keyrsl­an valdið of­nýt­ingu stofns­ins.

Stof­næl­ing á mak­ríl er tóm vit­leysa, hún er gerð á 3 ára fresti og þá með því að telja hrogn í haf­inu. Ráðgjöf­in er í sam­ræmi við það, auk þess sem hún bygg­ist á því að veiða lítið svo stofn­inn stækki. Þeir halda nefni­lega að það sér best sé að veiða sem minnst svo stofn­inn stækki. Þeir hugsa ekk­ert um að fæðan tak­mark­ar stærð fisk­stofna og stór stofn get­ur étið sig út á gadd­inn,“ skrif­ar Jón. 

Þá seg­ir hann að norsk­ir fræðing­ar sjái merki um of­beit á átu í Norður­hafi. Það sé ein­fald­lega ekki nóg fóður fyr­ir þessa stóru síld­ar-, mak­ríl- og kol­munna­stofna. Þetta geti verið ein ástæða þess að mak­ríll­inn sæki á Íslands­mið. Vegna of lít­ill­ar veiði sé að verða of lítið að éta heima fyr­ir.

„Við eig­um að halda okk­ar striki og láta ekki hræða okk­ur til hlýðni. Ef við veiðum sem áður, og þeir líka kem­ur vænt­an­lega í ljós að stofn­inn þolir það enda er það eðli fisk­stofna að bregðast við auk­inni nýt­ingu með auk­inni fram­leiðslu. Þarna kem­ur fæðan til sög­unn­ar: Auk­in veiði eyk­ur fram­boð handa þeim sem eft­ir lifa, vöxt­urn­inn eykst svo og nýliðun. Stofn­inn fer jafn­vel stækk­andi (Bar­ents­haf) vegna þess að fæðan nýt­ist bet­ur,“ skrif­ar hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina