Gagnrýnir forystumenn VG harðlega

Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra.
Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra. mbl.is

„Marg­ir hafa undr­ast að jafn skel­egg­ur maður og Stein­grím­ur skuli ekki taka fast­ar á þegar hættu ber að hönd­um og mikl­ir hags­mun­ir þjóðar­inn­ar eru í húfi,“ seg­ir Ragn­ar Arn­alds, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og áhrifamaður inn­an Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs um fram­göngu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og for­manns flokks­ins í mak­ríl­deil­unni.

Ragn­ar seg­ir á vefsíðunni Vinstri­vakt­in gegn ESB í dag að Stein­grím­ur láti sér nægja að vera „ein­hvers kon­ar hjálp­ar­kokk­ur“ Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, og spyr hvað hann hafi gert til þess „að leggja auk­inn þunga á rétt­mæta hags­muni Íslend­inga“ í mak­ríl­deil­unni.

Þá gagn­rýn­ir hann einnig Árna Þór Sig­urðsson, þing­mann VG og formann ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, harðlega og seg­ir hann hafa fátt til mál­anna að leggja í fjöl­miðlum annað en „inn­an­tóm­ar vanga­velt­ur um hvort ESB ætli eða ætli ekki að tengja sam­an aðild­ar­um­sókn­ina og mak­ríl­veiðarn­ar.“

Ragn­ar seg­ir það vera skyldu Árna að kalla sam­an fund í ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins „til að mót­mæla ósvífni og yf­ir­gangi ESB í okk­ar garð og til að und­ir­búa til­lögu til þings­álykt­un­ar um hót­an­ir ESB sem lögð yrði fyr­ir Alþingi þegar það kem­ur aft­ur sam­an.“ Hann seg­ist hins veg­ar telja litla von „til að Árni Þór sjái sóma sinn í því að standa í lapp­irn­ar í þessu máli“ þar sem hann dragi í efa „að hót­an­ir ESB séu hót­an­ir.“

Grein Ragn­ars Arn­alds

mbl.is