Árlegar myndatökur fyrir auglýsingaherferð Baðhússins vekja alltaf athygli. Djörf útkoma ársins 2007, þar sem konur af öllum stærðum og gerðum sátu naktar eða klæðlitlar fyrir, er líklega sú frægasta en myndatakan í ár lofar einnig spennandi niðurstöðu. Myndirnar voru allar teknar á heimili Lindu Pétursdóttur sjálfrar.
Afraksturinn mun birtast á næstu vikum en nokkrar myndir af undirbúningi baksviðs hafa verið birtar. Flottur hópur stendur að baki tökunum í ár en þar fór fremst Agnieszka Baranowska sem stíliseraði tökurnar og hafði yfirumsjón með þeim. Kjartan Magnússon tók ljósmyndirnar.
HÉR má sjá fleiri myndir.