Aukin harka í makrílstríðinu

Á makrílveiðum.
Á makrílveiðum. Ómar Óskarsson

Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, seg­ir ekki koma til greina að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar fái „óeðli­lega“ stór­an hlut í heild­arafla mak­ríls­ins, enda sé það hvorki stutt með vís­inda­leg­um rök­um né sögu­legri veiðireynslu.

Co­veney ít­rekaði þessa af­stöðu eft­ir fund land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuráðsins í Brus­sel í dag en meðal viðstaddra var Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, sem styður refsiaðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um.

Írar hafa sem kunn­ugt er lagst gegn því að Ísland fái 7,5% af heild­arafl­an­um með vís­an til þess að mak­ríll sé að hverfa af Íslands­miðum. Hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un and­mælt þessu.

Kem­ur ekki til greina að störf inn­an ESB glat­ist

Co­veney seg­ir Íra „ekki geta stutt hvaða þá at­b­urðarás sem myndi umb­una ósjálf­bærri og tæki­færissinnaðri mak­ríl­veiði Íslands“. Tel­ur ráðherr­ann að „mak­ríll sé efna­hags­leg út­hafsveiða og vinnslu [á Írlandi]“.

„Við höf­um unnið með Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi að því að byggja upp og stjórna sjálf­bær­um veiðum. Ég get ekki rétt­lætt þá stöðu að Ísland og Fær­eyj­ar endi uppi með óeðli­lega stór­an hluta af mak­ríl­kvót­an­um, sem hvorki er stutt­ur vís­inda­leg­um gögn­um né sögu­legri veiðireynslu,“ sagði Co­veney og bætti því við að slík­ur samn­ing­ur gæti leitt til þess að störf og efna­hags­leg um­svif inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins glötuðust til lang­frama, þróun sem hann gæti ekki leyft að eiga sér stað.

Með yf­ir­lýs­ingu Co­veney má segja að nýr kafli sé að hefjast í mak­ríl­deil­unni sem skoski sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann, Rich­ard Lochhead, kall­ar „mak­ríl­stríðið“.

Eins og fram hef­ur komið stefn­ir ESB að því að heim­ild­ir til refsiaðgerða gegn ríkj­um sem tal­in eru stunda ósjálf­bær­ar veiðar verði komn­ar í gagnið í haust og yrði þeim að óbreyttu beint gegn Íslandi og Fær­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina