Ekkert heyrt af orðsendingu Íra

Makríll
Makríll Wikipedia

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, samn­ingamaður sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í mak­ríl­deil­unni, seg­ist ekk­ert hafa heyrt af orðsend­ingu Íra, og til­boð um 7,5% hlut­deild hafi ekki verið sett form­lega fram.

Í orðsend­ingu sem sendi­nefnd Íra hef­ur sent til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins kem­ur fram að mak­ríll er að hverfa úr ís­lenskri efna­hagslög­sögu og því ber að draga til baka til­boð til Íslend­inga um 7,5% hlut­deild í veiðikvóta á mak­ríl. Frá þessu er sagt á norsku vefsíðunni Fiskebåt en ít­ar­lega var fjallað um málið á mbl.is á laug­ar­dag.

„Það er al­ger­lega ótíma­bært að draga slík­ar álykt­an­ir. Ég veit ekki á hverju þeir byggja þetta. Það er ekki hægt að segja eitt eða neitt fyrr en niður­stöður leiðang­urs­ins liggja fyr­ir,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um göngu mak­ríls­ins í lög­sög­unni.

Starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar hafi í vik­unni haldið í leiðang­ur til að rann­saka göng­una og eng­in ástæða sé til þess að vera með spár um hvernig þær rann­sókn­ir komi út áður en niður­stöðurn­ar liggi fyr­ir. Það gæti verið komið á hreint í ág­úst­mánuði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: