Segir Íra krefjast íslenskrar uppgjafar

Við höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. Reuters

„Það má lesa það úr orðum írska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ans að það verði ekki haldið áfram að semja við Íslend­inga um Evr­ópu­sam­bandsaðild fyrr en þeir hafi beygt sig und­ir þess­ar kröf­ur,“ seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður VG, í til­efni af um­mæl­um Simons Co­veneys, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands.

Eins og komið hef­ur fram á mbl.is tel­ur Co­veney að ekki komi til greina að semja við Íslend­inga um „óeðli­lega“ stóra hlut­deild í heild­arafla mak­ríls­ins, enda geti það komið niður á störf­um og at­vinnu­lífi í sjáv­ar­byggðum inn­an ESB.

„Samn­ing­ar við Evr­ópu­sam­bandið und­ir slík­um hót­un­um koma að mínu viti alls ekki til greina. Það á að hætta þeim. Strax. Mér sýn­ist sem Evr­ópu­sam­bandið virðist hafa valið að taka mak­ríl­samn­inga strand­ríkj­anna í gísl­ingu Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­ar­inn­ar.

Írar hafa tengt mak­ríl­veiðarn­ar við Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­ina og hvatt til þess að ekki yrði haldið áfram með samn­inga um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Fleiri þjóðir hafa gert það á vett­vangi sam­bands­ins.

Írar halda því fram að það sé ekki mak­ríll hér við land í sum­ar. Nú ber­ast hins veg­ar fregn­ir af svört­um sjó af mak­ríl meðfram öll­um strönd­um lands­ins, út á Græn­lands­hafi og milli Íslands og Græn­lands. Þannig að mak­ríll­inn er í mik­illi sókn norður og vest­ur af land­inu. Þetta er staðreynd sem Írar og aðrar þjóðir verða að viður­kenna.“

Hafa tekið lít­inn þátt í rann­sókn­um

Jón bend­ir á að fram­lag Íra til rann­sókna á mak­ríl sé tak­markað.

„Evr­ópu­sam­bands­rík­in hafa ekki viljað taka þátt í sam­eig­in­leg­um rann­sókn­um Íslend­inga, Fær­ey­inga og Norðmanna á mak­ríl­stofn­in­um og dreif­ingu hans. Írar, sem þarna eru að þenja sig sér­stak­lega, hafa til dæm­is ekki tekið þátt í þess­um rann­sókn­um.

Þá hafa Írar verið mjög erfiðir í sam­starfi hvað varðar gagn­kvæmt eft­ir­lit á veiði og lönd­un­um, sem við höf­um óskað eft­ir sam­starfi um, eins og aðrar þjóðir sem veiða mak­ríl­inn. Varðandi rann­sókn­irn­ar má einnig nefna að rann­sókn­ir á út­breiðslu mak­ríls eru mjög tak­markaðar af hálfu Íra. Það eru fyrst og fremst Íslend­ing­ar sem hafa beitt sér fyr­ir rann­sókn­um á út­breiðslu mak­ríls.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina