Segir hótun um refsiaðgerðir „áróður“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir í viðtali við AFP frétta­stof­una að hót­an­ir Írlands og ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í mak­ríl­deil­unni séu áróður.

Írar báðu fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins á mánu­dag um upp­lýs­ing­ar um mögu­leg viðskipta­höft á Íslend­inga vegna deil­unn­ar. Í frétt AFP kem­ur fram að lönd ESB séu ósátt við þann kvóta sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar ætla að veiða. ESB telji að veitt verði um 36% meira af mak­ríl í ár en stofn­inn þoli.

Stein­grím­ur seg­ir við AFP að mak­ríll­inn haldi til á ís­lensku hafsvæði og éti frá öðrum fisk­teg­und­um. „Við mun­um ekki bogna und­an þrýst­ingi og mun­um standa við okk­ar sjón­ar­mið,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Til stend­ur að full­trú­ar ESB, Íslands, Fær­eyja og Nor­egs fundi um mak­ríl­inn í London í haust og reyni að kom­ast að sam­komu­lagi um fram­hald veiðanna.

Stein­grím­ur seg­ir að verið sé að rann­saka mak­ríl­stofn­inn við Íslands­strend­ur og ekki sé hægt að meta fram­hald veiðanna fyr­ir en niðurstaða þeirra rann­sókna liggi fyr­ir.

Stein­grím­ur seg­ir að Íslend­ing­ar vilji fá sann­gjarn­an hluta af veiðiheim­ild­um á mak­ríl og ekki verði samið um annað.

Makríll.
Mak­ríll.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina