Gagnrýna hótanir um refsiaðgerðir í makríldeilunni

Makríldeilan er orðin að stríði að mati einhverra.
Makríldeilan er orðin að stríði að mati einhverra. mbl.is

Fær­eysk stjórn­völd gagn­rýna harðlega hót­an­ir Íra og annarra Evr­ópu­sam­bands­ríkja um refsiaðgerðir gegn eyj­un­um og Íslandi fyr­ir að veiða of mikið af mak­ríl. Áður hafði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagt að sömu hót­an­ir væru áróður.

Að sögn Kate Sand­er­son, sem fer með sjáv­ar­út­vegs-, viðskipta- og byggðamál á skrif­stofu fær­eyska for­sæt­is­ráðherr­ans, þykja kröf­ur fyrr­nefndra aðila í hæsta máta óviðeig­andi og bera vott um mikla skamm­sýni, að sögn AFP-frétta­stof­unn­ar.

Hafa Írar, með stuðningi Frakka, Portú­gala og Spán­ar, beðið Fram­kvæmda­stjórn ESB um upp­lýs­ing­ar um mögu­leg viðskipta­höft á Íslend­inga og Fær­ey­inga vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Hef­ur þetta nýj­asta út­spil orðið til þess að farið er að kalla deil­una „mak­ríl­stríðið“.

Evr­ópu­sam­bands­rík­in eru ósátt við þá kvóta sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar ætla að veiða. Að mati fram­kvæmda­stjórn­ar ESB verður veiði á mak­ríl um 36% meiri í ár en talið er æski­legt fyr­ir sjálf­bærni stofns­ins.

Til stend­ur að full­trú­ar ESB, Íslands, Fær­eyja og Nor­egs fundi um mak­ríl­inn í London í haust og reyni að kom­ast að sam­komu­lagi. Að sögn Sand­er­son hjálpa hót­an­irn­ar nú hins veg­ar ekki til við lausn deil­unn­ar.

Gagn­rýn­ir Sand­er­son einkum þá ákvörðun ESB og Nor­egs að skipta á milli sín um 90% af 639.000 tonna heild­armakríl­kvót­an­um í ár, þannig að Ísland og Fær­eyj­ar fengju hvort um sig aðeins fimm pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina