Fékk ekki að landa hér makríl

Skipið var búið að fá 550 tonn af makríl í …
Skipið var búið að fá 550 tonn af makríl í grænlensku lögsögunni. mynd/Markús Karl Valsson

Græn­lenska mak­ríl­veiðiskipið Erika fékk ekki að landa hér mak­ríl sem það veiddi í græn­lensku efna­hagslög­sög­unni. Útgerðin hafði reiknað með að geta landað á Íslandi. Skipið var búið að fá 550 tonn, að sögn frétta­vefjar­ins Sermitsiaq, þegar bannið kom í fyrra­dag og átti að reyna að landa í Fær­eyj­um.

Ane Han­sen, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál í græn­lensku land­stjórn­inni, hafði sam­band við ís­lensk stjórn­völd vegna máls­ins. Stjórn­ar­formaður út­gerðar Eriku sagði Íslend­inga haga sér gagn­vart Græn­lend­ing­um eins og þeir sökuðu ESB um að koma fram við sig.

Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri sagði ástæðuna fyr­ir því að Erika fékk ekki að landa hér að finna í ís­lensk­um lög­um. Í lög­um um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands (22/​1998) segi að skip­um, sem stunda veiðar úr fiski­stofn­um sem ekki eru samn­ing­ar um nýt­ingu á, eins og mak­ríl­stofn­in­um, sé óheim­ilt að koma til hafna á Íslandi. Eyþór benti á að lög­in væru frá 1998 og því nokkuð lang­sótt að tengja þetta mak­ríl­deil­unni. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina