Fréttaskýring: Makríllinn kominn norður fyrir land

mbl.is/Ómar

Breytt mak­ríl­gengd hef­ur leitt til þess að hags­mun­ir Íslend­inga vegna hans hafa vaxið veru­lega. Árið 2004 var mak­rílafli ís­lenskra skipa 4.000 tonn en árið 2011 var hann orðinn 159 þúsund tonn. Tekj­ur Íslend­inga af mak­ríl­veiðum með lýsi og mjöli námu 26 millj­örðum króna árið 2011.

Mak­ríll finnst víða

Haf­rann­sókna­stofn­un er nú í rann­sókn­ar­leiðangri til þess að kort­leggja það hvar mak­ríll­inn ligg­ur við landið. Fram til þessa hef­ur mest veiðst af hon­um sunn­an við landið. Hrafn­kell Ei­ríks­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir margt benda til þess að hann megi finna víðar við landið. Flest­ar frá­sagn­ir af mak­ríl hafa borist af hon­um fyr­ir vest­an land. Jafn­framt hafa borist sög­ur af hon­um á Norður­landi, við Siglu­fjörð og Vatns­nes. „Það er ljóst af þeim sög­um sem við höf­um fengið að mak­ríl­göng­ur eru meiri vest­ur um land eins og við Hólma­vík og Stein­gríms­fjörð. En við höf­um einnig fengið fjölda til­kynn­inga af hon­um í Húna­flóa, bæði við Vatns­nes og Siglu­nes út af Sigluf­irði,“ seg­ir Hrafn­kell. „Eins höf­um við fengið sög­ur af hon­um aust­ar en áður, frá Eskif­irði, Seyðis­firði og Borg­ar­f­irði eystri svo dæmi séu nefnd. Aft­ur á móti hef­ur minna heyrst af hon­um á Suður­landi þar sem hann hef­ur veiðst hvað mest und­an­far­in ár,“ seg­ir Hrafn­kell.

Hlýrri sjór leiðir mar­kríl til lands­ins

Mak­ríll­inn finnst í Miðjarðar­hafi, Svarta­hafi og í Norður-Atlants­hafi frá Madeira og Azor-eyj­um norður að Nor­egs­strönd­um. Und­an­far­in ár hef­ur hann í vax­andi mæli gengið inn í ís­lensku efna­hagslög­sög­una sam­fara aukn­um hlý­ind­um í haf­inu um­hverf­is landið. Sum­arið 2010 var talið að meira en millj­ón tonn hefðu gengið inn í lög­sög­una.

Áður en þess­ar miklu göng­ur hóf­ust á Íslands­mið var mak­ríll­inn aðeins flæk­ing­ur hér á landi. Fyrst varð vart við hann í torf­um árið 1904 fyr­ir Norður­landi og svo reglu­lega á fyrri hluta síðustu ald­ar, meðal ann­ars við Kefla­vík 1934 og í Skerjaf­irði 1938. Einnig var all­mikið um hann und­an Suðvest­ur­landi sum­arið 1987 og við Suður­land 1991.

Fram til árs­ins 2006 var mar­kíll einkum veidd­ur í Nor­egi og af þjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið mælti með um 600 þúsund tonna mar­kíl­kvóta fyr­ir árið 2011 svo tryggja mætti sjálf­bærni stofns­ins. Íslend­ing­ar settu sér 150 þúsund tonna kvóta en Fær­ey­ing­ar 155 þúsund tonna kvóta. Þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins veiddu svo um 600 þúsund tonn. Heild­arafli var því rúm 900 þúsund tonn sem er tölu­vert um­fram ráðlegg­ing­ar. Heild­arafli Íslend­inga af veiðinni er 16-17%. Gert er ráð fyr­ir veiðum á um 145 þúsund tonn­um af mak­ríl árið 2012.

Hnign­un sandsíl­is­stofns tengd mak­ríl

Mak­ríll er í um 4-5 mánuði á Íslands­miðum ár hvert og nær­ist meðal ann­ars á sandsíli. Í fyr­ir­lestri Roberts Fu­mes, pró­fess­ors við Há­skól­ann í Glasgow, í Há­skóla Íslands 16. des­em­ber á síðasta ári kom fram í máli hans að lík­leg­asta skýr­ing­in á hnign­un sandsíl­is­stofns hér við land mætti að hluta til skýra með komu mak­ríls inn í ís­lenska lög­sögu.

Verða allt að 25 ára gaml­ir

Mak­ríll­inn er upp­sjáv­ar­fisk­ur líkt og síld og loðna. Á vet­urna held­ur hann sig djúpt á hafi úti en þegar vora tek­ur safn­ast hann sam­an í mikl­ar torf­ur og fær­ir sig nær landi til hrygn­ing­ar og fæðuöfl­un­ar. Oft kraum­ar í sjón­um þegar mak­ríll er við fæðuöfl­un nærri yf­ir­borði sjáv­ar.

Hann er lang­líf­ur og hef­ur há­marks­ald­ur mak­ríls greinst 25 ár og þekkt er að fisk­ar geta orðið meira en 66 cm lang­ir

Mak­ríll­inn ber þess merki að vera mik­ill sund­fisk­ur, hann er renni­leg­ur í vexti, gild­ast­ur um miðjuna og mjókk­ar til sporðs og kjafts.

Mak­ríll er mjög hraðskreiður en hann er án sund­maga og því næst ekki end­urkast af hon­um með berg­máls­mæl­ing­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: