Hafa oft landað makríl á Íslandi

Fær­eysk og græn­lensk fiski­skip hafa oft landað mak­ríl hér á und­an­förn­um árum, að sögn Gunnþórs Ingva­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Hann vís­ar til skýrslna Fiski­stofu máli sínu til stuðnings þar sem land­an­ir er­lendra skipa í ís­lensk­um höfn­um á und­an­förn­um árum eru skráðar.

Græn­lenska skipið Erika fékk ekki að landa hér mak­ríl úr græn­lensku lög­sög­unni fyrr í vik­unni og var ákvörðunin studd lög­um frá 1998 um að er­lend skip megi ekki landa hér afla úr nytja­stofn­um sem ekki hef­ur verið samið um. Gunnþór sagði at­hygl­is­vert að skoða hvernig og hvenær fyrr­greindu laga­ákvæði hefði verið beitt hingað til.

„Þetta hef­ur aldrei komið upp áður,“ sagði Gunnþór. „Auðvitað er þetta ekk­ert annað en mak­ríl­deil­an.“

Hann sagði helst mega ætla að Íslend­ing­ar geti ekki unnt Græn­lend­ing­um þess að nýta mak­ríl­inn í sinni lög­sögu. Þó hafi ís­lensk skip getað veitt þar mak­ríl og landað hér á landi und­an­farið.

Gunnþór sagðist ekki held­ur skilja hvers vegna verið sé að koma í veg fyr­ir að ís­lenskt land­verka­fólk fái að vinna afl­ann sem er­lend skip vilja landa hér.

Mátt­leysi stjórn­valda

„Þessi tauga­titr­ing­ur gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, um að við meg­um ekki veiða þenn­an fisk, er óþolandi,“ seg­ir Run­ólf­ur Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður G. Run í Grund­arf­irði, og bæt­ir við: „Þetta mátt­leysi stjórn­valda, að standa ekki í lapp­irn­ar gagn­vart þess­um kröf­um, er al­ger­lega út úr kú.“

Sjáv­ariðjan í Rifi veiðir einnig og vinn­ur mak­ríl. „Ég skil ekki hvernig mönn­um dett­ur það í hug að taka af okk­ur fisk sem fer inn í all­ar vík­ur og hafn­ir lands­ins. Það er svo fjar­stæðukennt að ekki tek­ur því að tala um það,“ seg­ir Krist­inn Jón Friðþjófs­son út­gerðarmaður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina