Þingmaður Coloradoríkis á Bandaríkjaþingi segir manninn, sem skaut á gesti kvikmyndahúss í Aurora í Colorado, „sturlaðan tíkarson“. „Ég biðst afsökunar á orðbragðinu sagði þingmaðurinn, Ed Perlmutter skömmu síðar. En þetta hvílir þungt á mér.“
Perlmutter er þingmaður Demókrataflokksins. Hann minntist þess að Aurora er einungis í 32 kílómetra fjarlægð frá menntaskólanum Columbine þar sem tveir nemendur myrtu 13 manns áður en þeir tóku eigið líf.
„Colorado er ekki ofbeldisfullur staður, en hér búa nokkrir ofbeldisfullir einstaklingar,“ sagði Perlmutter. „Við erum öflugt og þrautseigt samfélag og við fáum stuðning hvert frá öðru.“