Rauðáta í makrílskjaft

Sandsíli
Sandsíli

Frumniður­stöður í rann­sókn á sandsíli benda ein­dregið til þess að sandsíli fitni ekki sök­um sam­keppni um fæðu í sjón­um. Lík­leg­asti söku­dólg­ur­inn er mak­ríll sem er ný­geng­inn inn á Íslands­mið.

Svo seg­ir Erp­ur Snær Han­sen, líf­fræðing­ur og sviðsstjóri vist­fræðirann­sókna hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands í Morg­un­blaðinu í dag. Sandsíli hef­ur fækkað mikið á und­an­förn­um árum við strend­ur Íslands. Nú er svo komið að lítið er eft­ir af síl­inu sem er meðal ann­ars fæða lunda sem hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar.

„Það eru tvær til­gát­ur í gangi um það af hverju sandsíli hef­ur fækkað. Önnur geng­ur út á sam­keppn­ina. Það er að mak­ríll sé að borða, bæði fæðu sandsíl­is­ins og sandsílið sjálft. Eins að stóri ýsu­ár­gang­ur­inn frá ár­inu 2003 hafi étið svo mikið af sandsíl­is­hrogn­um. Hin til­gát­an er sú að átu­magn breyt­ist með hlýrri sjó. Fyr­ir vikið verði sílið rýr­ara,“ seg­ir Erp­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina