Hagsmunir Íslands í húfi

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

„Það er verið að grafa und­an hags­mun­um Íslands með þess­um lönd­un­um,“ sagði Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, um þá ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda að leyfa græn­lenska fiski­skip­inu Eriku GR að landa hér mak­ríl.

Friðrik benti á mak­rílviðræður og mögu­lega samn­inga við aðrar þjóðir um mak­ríl­inn í þessu sam­bandi. „Við eig­um í mjög harðri bar­áttu fyr­ir hlut Íslands í mak­rílviðræðunum. En það mun grafa und­an stöðu Íslands ef Græn­lend­ing­ar koma þar með kröf­ur,“ sagði Friðrik.

Hann tel­ur að það að leyfa Græn­lend­ing­um að landa hér mak­ríl stuðli að því að þeir geti gert kröfu til hlut­deild­ar. Friðrik sagði það koma sér veru­lega á óvart að ís­lensk stjórn­völd skuli með þess­um hætti grafa und­an hags­mun­um Íslands.

Í um­fjöll­un um mak­ríl­veiðarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðrik, að auðvitað hafi Græn­lend­ing­ar full­an rétt bæði til að rann­saka og veiða mak­ríl inn­an sinn­ar lög­sögu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: