Ekki minna magn makríls við Ísland

Makríllinn er út um allt við landið.
Makríllinn er út um allt við landið. Wikipedia

„Það virðast ekki vera nein­ar um­tals­verðar breyt­ing­ar í magni eða neitt slíkt miðað við það sem verið hef­ur.“

Þetta seg­ir Sveinn Svein­björns­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í Morg­un­blaðinu í dag um niður­stöður ný­af­staðins leiðang­urs þar sem mak­ríll­inn var til sér­stakr­ar at­hug­un­ar.

Við fyrstu sýn virðist því ekki sem minna magn teg­und­ar­inn­ar hafi gengið inn á ís­lenska hafsvæðið í ár en und­an­farið. Var leiðang­ur­inn far­inn í þeim til­gangi að meta út­breiðslu, göng­ur og fæðuvist­fræði teg­und­ar­inn­ar við Ísland. Var siglt um­hverf­is landið og fannst mak­ríll­inn nán­ast á öllu rann­sókn­ar­svæðinu að sögn Sveins, ef frá er talið úti fyr­ir Norður­landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: