Vilja endurskoða ESB-umsóknina

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðning­ur við að end­ur­skoða um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hef­ur farið vax­andi inn­an þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. For­send­ur þykja hafa breyst og er vilji fyr­ir því að taka málið upp á Alþingi á ný.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins í kvöld en þar sagði enn­frem­ur að í þing­flokki VG þætti óþægi­legt að hefja kosn­inga­vet­ur með málið í þeim far­vegi sem það hef­ur verið til þessa.

Rætt var við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formann VG, sem sagði for­send­ur meðal ann­ars hafa breyst vegna efna­hagserfiðleik­anna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá væri óvíst hvert sam­bandið stefndi póli­tískt. Fara þyrfti yfir málið við sam­starfs­flokk­inn í rík­is­stjórn, Sam­fylk­ing­una.

Þá er rætt við Svandísi Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins sem tek­ur í sama streng og Katrín. Hún seg­ir enn­frem­ur að rakið sé að ræða málið og hvernig rétt væri að standa að slíkri end­ur­skoðun þess á flokks­ráðsfundi VG sem fram fer síðar í þess­um mánuði.

Fundað verður um stöðu viðræðnanna við Evr­ópu­sam­bandið í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is á mánu­dag en samn­inga­nefnd Íslands hef­ur verið kölluð fyr­ir fund­inn.

Frétt Rík­is­út­varps­ins

mbl.is