Stefnt að þingkosningum í haust?

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Með því að láta Evr­ópu­mál­in verða eina helstu ástæðu stjórn­arslita, verða raðir VG þétt­ari og ef­laust munu marg­ir kjós­end­ur snúa sér aft­ur að flokkn­um,“ seg­ir Óli Björn Kára­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á heimasíðu sinni en þar leiðir hann lík­ur að því að for­ysta Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs kunni að hafa í hyggju að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu við Sam­fylk­ing­una í haust sem myndi verða til þess að þing­kosn­ing­ar færu fram fyr­ir jól í stað næsta vors.

Til­efni skrifa Óla Björns er frétt Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi þess efn­is að vax­andi stuðning­ur væri við það sjón­ar­mið inn­an þing­flokks VG að end­ur­skoða þyrfti um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. „Stein­grím­ur J. Sig­fús­son er eldri en tvæ­vetra í póli­tík og ger­ir sér fylli­lega grein fyr­ir stöðunni. Líkt og her­for­ingi í af­leitri stöðu mun hann því leita leiða til þess að þjappa liði sínu sam­an en um leið koma and­stæðing­um sín­um í opna skjöldu – leggja til at­lögu þegar and­stæðing­ur­inn er ekki und­ir það bú­inn.“

Óli Björn seg­ir að VG geri sér grein fyr­ir því að flokk­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar séu ekki bún­ir að vinna heima­vinn­una sína fyr­ir kosn­ing­ar enda geri þeir ekki ráð fyr­ir öðru en að þær verði næsta vor. „Kosn­ing­ar með skömm­um fyr­ir­vara munu því, að öðru óbreyttu, veikja mjög stöðu stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Skip­an á fram­boðslista er sett í upp­nám og fast­mótuð stefnu­skrá fyr­ir kosn­ing­ar verður unn­in á hlaup­um. Hið sama á við um ný fram­boð sem ógnað hafa VG og sótt fylgi í raðir flokks­ins.“

Hann seg­ir enn­frem­ur að VG geti þannig gert sér von­ir um betri kosn­ingu fyr­ir jól en næsta vor. Mögu­leik­ar flokks­ins á áfram­hald­andi veru í rík­is­stjórn auk­ist að sama skapi. „Á nokkr­um vik­um er hægt að mynda nýja þriggja flokka rík­is­stjórn með þátt­töku Fram­sókn­ar­flokks­ins. Með því hafa Vinstri græn­ir og Sam­fylk­ing­ar fengið fjög­ur dýr­mæt ár í viðbót og ekki skemm­ir að Sjálf­stæðis­flokkn­um verður haldið utan rík­is­stjórn­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn und­ir nýrri for­ystu hef­ur tryggt sér þátt­töku í rík­is­stjórn eft­ir að hafa setið úti í kuld­an­um frá 2007.“

Óli Björn seg­ir að end­ingu að sjálf­stæðis­menn þurfi að svara þeirri spurn­ingu hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé til­bú­inn fyr­ir kosn­ing­ar sem kunni að fara fram inn­an nokk­urra vikna. „Flest­ir munu svara spurn­ing­unni neit­andi.“

Pist­ill Óla Björns Kára­son­ar

mbl.is