Mörður tekur undir með Jóni Bjarna

Þinghús ESB í Strasbourg.
Þinghús ESB í Strasbourg. Ljósmynd/JPlogan

„Ég tek í sjálfu sér und­ir með Ögmundi Jónas­syni og Jóni Bjarna­syni að því meira sem við fáum út úr viðræðunum og því lengra sem við komust í þeim, þeim mun betra er það fyr­ir kosn­ing­arn­ar,“ seg­ir Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, í til­efni af vax­andi kröfu inn­an VG að end­ur­skoða beri ESB-viðræðurn­ar.

Mörður tel­ur eðli­legt að menn vilji fara yfir mál­in.

„Það er bæði sjálfsagt og eðli­legt að í þess­um flokki, Vinstri­hreyf­ing­unni - grænu fram­boði, sé eins og í öll­um öðrum flokk­um sí­felld umræða um Evr­ópu­mál­in. Það sem við viss­um – og menn hafa alltaf vitað – er að Evr­ópu­sam­bandið er ekki fast­mótuð sögu­leg staðreynd held­ur merki­legt fyr­ir­bæri í hreyf­ingu og þróun.

Þannig að það á ekki að koma á óvart að sam­bandið sé núna aðeins annað en þegar við horfðum á það fyr­ir þrem­ur árum. VG virðist ætla að ræða þetta fyrst inn­an sinna raða áður en þeir fara annað. Það er líka al­veg eðli­legt og ekk­ert að því að finna. Við ger­um það líka.

Ég veit ekki niður­stöðuna fyr­ir­fram en ég er ekki sam­mála því mati sem ég les út úr um­mæl­um þeirra tveggja, Svandís­ar og Katrín­ar, að ein­hver sú breyt­ing hafi orðið hjá ESB sem ætti að hafa áhrif á ákvörðun um viðræður. Mér sýn­ist sjálf­um að það sé langeðli­leg­ast í stöðunni að halda áfram eins og ráð var fyr­ir gert og klára viðræðurn­ar og fá svo samn­ings­drög­in. Þegar menn taka af­stöðu til þeirra taka þeir líka af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins og þeirra framtíðar­horfa sem þá eru uppi.“

Ekki tek­ist að opna sjáv­ar­út­vegskafl­ann

Spurður hvort hann telji raun­hæft að ljúka meg­in­at­riðum viðræðnanna fyr­ir næstu kosn­ing­ar, eins og nokkr­ir for­ystu­menn VG hafa kraf­ist, seg­ist Mörður ekki vera í sam­inga­nefnd­inni og því ekki geta full­yrt neitt um mögu­leik­ana í því efni.

„Það vildu all­ir hafa opnað sjáv­ar­út­vegskafl­ann. Það hef­ur ekki tek­ist. Menn geta velt því fyr­ir sér af hverju það er. Það er hins veg­ar verið að opna merki­leg­an kafla sem eru land­búnaðar- og byggðakafl­arn­ir. Mér sýn­ist óvænna horfa um sjáv­ar­út­veg­inn í bili. Þó er aldrei að vita hvað verður í haust og vet­ur. Ein­hver titr­ing­ur er út af mak­ríln­um og kannski verða tíðindi þar með haust­inu.

Ég tek í sjálfu sér und­ir með Ögmundi Jónas­syni og Jóni Bjarna­syni að því meira sem við fáum út úr viðræðunum og því lengra sem við komust í þeim, þeim mun betra er það fyr­ir kosn­ing­arn­ar. En það er ekk­ert gefið í þessu og menn verða að taka því sem upp kem­ur án þess að taka til fót­anna við minnstu hnökra. Svona viðræður taka lang­an tíma og eru erfiðar. Krepp­an skap­ar auðvitað ekki kjöraðstæður til viðræðna, ekki held­ur fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið, en þar geta líka legið ákveðin tæki­færi.“

Mörður Árnason.
Mörður Árna­son. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina